Markalaust í seinast heimaleik stelpnanna

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfoss gerði markalaust jafntefli við HK/Víkingi í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Með stiginu tryggði Selfoss sér sjötta sæti deildarinnar en eins og fram kom í samtali Sunnlenska.is við Gunnar Borgþórsson þjálfara liðsins setti liðið sér það markmið að komast einu sæti ofar. „Við settum okkur líka annað markmið, að vera efstar af þessum fimm liðum í neðri hlutanum. Við bjuggum okkur til fimm liða deild þar og það markmið er að nást í dag. Það er gott.“

Liðið mætir Valskonum í lokaumferð Pepsi deildarinnar á Vodafonevellinum að Hlíðarenda laugardaginn 14. september kl. 16:15.