Metaregn hjá Sigþóri og Thelmu

mí_15_22ára_króknum_2015 (206)
mí_15_22ára_króknum_2015 (206)

Sigþór Helgason úr Umf. Selfoss setti HSK met í spjótkasti í flokki 18-19 ára flokki drengja á bætingamóti FRÍ sem haldið var á Laugardalsvellinum 7. ágúst sl. Sigþór kastaði 800 gramma spjótinu 61,31 metra og bætti 20 ára gamalt met Magnúsar Arons Hallgrímssonar Umf. Selfoss um 31 sentimetra.

Thelma Björk Einarsdóttir Umf. Selfoss setti tvö glæsileg Selfossmet á kastmóti á Selfossvelli, föstudaginn 21. ágúst sl. Thelma kastaði 37,37 metra í kringlukasti og bætti þar með eigið met og Elínar Gunnarsdóttur um 8 sentimetra. Þá bætti Thelma Björk einnig sitt eigið met í sleggjukasti um tæpan metra með því að kasta 40,99 metra.

Guðjón Baldur Ómarsson bætti sig í kringlukasti pilta 15 ára með kasti upp á 26,14 metra.

Þess má að lokum geta að meðal þátttakenda voru Íslandsmethafi kvenna í sleggjukasti, Vigdís Jónsdóttir, og Íslandsmethafi í unglingaflokkum karla í sleggjukasti Hilmar Örn Jónsson bæði úr FH sem á til að mynda fjórða besta heimsárangur í sínum aldursflokki.

Ólafur Guðmundsson

---

Thelma Björk var í stuði á Sauðárkróki.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson