frjalsar-mi-11-14-ara-2017-9
Selfoss mætti ásamt félögum sínum í Héraðssambandinu Skarphéðni með gríðarlega sterkt lið til leiks á Meistaramót Íslands 11-14 ára sem fram fór í Kaplakrika um helgina. Liðið sigraði með yfirburðum í heildarstigakeppninni og í sjö af átta flokkum sem keppt var í á mótinu. Í heildarstigakeppninni náði HSK/Selfoss 1.039 stigum, FH 481,5 og ÍR 275.
Í einstaklingsgreinum unnu krakkarnir okkar til 16 Íslandsmeistaratitla, auk 24 silfurverðlauna og 18 bronsverðlauna, samtals 59 verðlaun. Það er þó klárlega liðsheildin sem skilar liðinu sigri í heildarstigakeppninni en fyrstu tíu í hverri grein fá stig fyrir félagið sitt.
Eftirtaldir einstaklingar úr liði HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar um helgina.
Flokkur 14 ára
Eva María Baldursdóttir Hástökk 1,55 m
Eva María Baldursdóttir Langstökk 4,56 m
Sveit HSK/Selfoss stúlkur 4x200 m boðhlaup 1:57,32 mín
Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Eva María Baldursdóttir, Helga Ósk Gunnsteinsdóttir og Una Bóel Jónsdóttir.
Sindri Freyr Seim Sigurðsson 60 m hlaup 7,71 sek
Sindri Freyr Seim Sigurðsson 60 m grind 9,39 sek
Sindri Freyr Seim Sigurðsson Langstökk 5,52 m
13 ára
Ingibjörg Bára Pálsdóttir Kúluvarp 9,88 m
Sæþór Atlason Kúluvarp (3,0 kg) 10,38 m
Sæþór Atlason 60 m grind (76,2 cm) 10,37 sek
Sebastian Þór Bjarnason Langstökk 4,79 m
Sveit HSK/Selfoss piltar 4x200 m boðhlaup 2:01,02 mín
Sebastian Þór Bjarnason, Sæþór Atlason, Haukur Arnarsson og Goði Gnýr Guðjónsson.
12 ára
Rúrik Nikolai Bragin Kúluvarp (3,0 kg) 8,05 m
11 ára
Jóhanna Elín Halldórsdóttir 600 m hlaup 2:03,60 mín
Jóhanna Elín Halldórsdóttir Hástökk 1,11 m
Sveit HSK/Selfoss stúlkur 4x200 m boðhlaup 2:20,71 mín
Þórhildur Arnarsdóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir, Katrín Zala Sigurðardóttir og Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir.
Veigar Þór Víðisson Hástökk 1,21 m
Eftirtaldir einstaklingar úr liði Selfoss nældu sér í silfurverðlaun um helgina.
14 ára
Eva María Baldursdóttir Kúluvarp (3,0 kg) 9,35 m
13 ára
Sebastian Þór Bjarnason 60 m hlaup 8,28 sek
Sebastian Þór Bjarnason 60 m grind (76,2 cm) 10,72 sek
Hrefna Sif Jónasdóttir 60 m hlaup 8,87 sek
Hrefna Sif Jónasdóttir Langstökk 4,39 m
B-sveit HSK/Selfoss piltar 4x200 mboðhlaup 2:26,37 mín
12 ára
Daði Kolviður Einarsson Langstökk 4,17 m
Sveit HSK/Selfoss piltar 4x200 m boðhlaup 2:08,72 mín
11 ára
Sveit HSK/Selfoss piltar 4x200 mboðhlaup 2:19,26 mín
Eftirtaldir einstaklingar úr liði Selfoss nældu sér í bronsverðlaun um helgina.
14 ára
Eva María Baldursdóttir 60 m grind (76,2 cm) 10,86 sek
Sveit HSK/Selfoss 4x200 m boðhlaup 1:52,62 mín
B-sveit HSK/Selfoss stúlkur 4x200 m boðhlaup 2:10,87 mín
13 ára
Margrét Inga Ágústsdóttir 60 m grind (76,2 cm) 11,59 sek
Sebastian Þór Bjarnason Kúluvarp (3,0 kg) 9,54 m
Sveit HSK/Selfoss stúlkur 4x200 m boðhlaup 2:07,32 mín
12 ára
Fannar Hrafn Sigurðarson 60 m hlaup 9,46 sek
Rúrik Nikolai Bragin Langstökk 4,08 m
Sveit HSK/Selfoss stúlkur 4x200 mboðhlaup 2:12,19 mín
11 ára
Álfrún Diljá Kristínardóttir Kúluvarp (2,0 kg) 6,29 m
B-sveit HSK/Selfoss piltar 4x200 mboðhlaup 2:24,77 mín
Heildarúrslit mótsins má sjá á Þór úrslitavef FRÍ.
---
Á mynd með frétt er sigursveiti HSK/Selfoss á mótinu.
Fyrir neðan eru sveitir HSK/Selfoss sem unnu sína aldursflokka á mótinu.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Hildur Helga og Marta María