MÍ í fjölþrautum | Hákon Birkir Íslandsmeistari í fimmtarþraut

frjalsar-hakon-birkir-og-sindri-seim
frjalsar-hakon-birkir-og-sindri-seim

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um liðna helgina og átti HSK/Selfoss sjö keppendur sem allir stóðu sig með sóma. Í heildina voru 34 keppendur í öllum flokkum sem hófu keppni.

Keppt var í fjórum flokkum pilta: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20 ára og eldri, og þremur flokkum stúlkna en þar er fullorðinsflokkurinn 18 ára og eldri.

Hákon Birkir Grétarsson Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára pilta með 2.245 stig. Hann hljóp grindina á 8,86 sekúndum sem er bæting, stökk 1,69 m í hástökki, varpaði kúlu 10,78 m, stökk 5,08 m í langstökki og rann 800 m3:00,87 mín í 800m)

Glæsilegur árangur.

óg

---

Hákon Birkir (t.v) ásamt félaga sínum Sindri Freyr Seim Sigurðsson Umf. Heklu sem varð í öðru sæti.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson