Ingi Rafn á aulýsingaskilti
Selfyssingar unnu í gærkvöldi stórsigur á botnliði Völsungs í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 6-1 fyrir heimamenn sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum Ingólfs Þórarinssonar og Andy Pew á fyrstu sjö mínútum leiksins. Í síðari hálfleik hætti að rigna en mörkunum rigndi hins vegar. Svavar Berg Jóhannsson skorði tvö mörk áður en Völsungar minnkuðu muninn. Það var svo Ingi Rafn Ingibergsson sem kórónaði góðan leik Selfyssinga með tveimur mörkum undir lok leiksins.
Sigurinn fleytir Selfyssingum upp í 21 stig en þeir sitja eftir sem áður í 9. sæti deildarinnar. Næsti leikur er gegn Þrótti á Valbjarnarvelli í Laugardalnum laugardaginn 24. ágúst kl. 14:00.
Lesa má ítarlega og góða umfjöllun um leikinn á vef Sunnlenska.is og einnig má geta þess að Gunnar á Völlunum var á Selfossvelli í kvöld og náði góðum myndum af afar skemmtilegu fögnum Inga Rafns.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl.