Naumt tap gegn ÍBV

selfoss- ibv
selfoss- ibv

Selfoss heimsótti ÍBV í gær. Úr varð frábær handboltaleikur. ÍBV hafði unnið fyrri leik liðana í deildinni 26-32 og Selfoss í bikarnum á miðvikudagskvöldið 27-23.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og greinilegt að bæði lið vildu sigur. ÍBV leiddi leikinn eftir 5 mínútur 2-1, greinilegt fyrstu mínúturnar að spennustigð var hátt í leiknum. Áframt hélt jafnræðið í leiknum og þegar tíu mínútur voru liðnar hafði Selfoss undirtökin 4-5. Næstu mínútur voru hnífjafnar og ekkert sem skildi að liðin. 6-6 var staðan þegar korter var liðið af fyrri hálfleik. ÍBV hafði yfirhöndina næstu mínútur, en náðu aldrei meira en 1 marks forystu. 11-10 og 5 mínútur til hálfleiks. Selfoss nýtti þessar síðustu 5 mínútur frekar illa og náði ÍBV að auka forystuna í 14-12 og leiddu því með 2 mörkum í hálfleik.

Í síðari hálfleik var greinilegt á Selfoss að liðið ættlaði sér ekki að gefast upp í þessum leik. Þeir mættu vel stemmdir til síðari hálfleiks og eftir 5 mínútur höfðu þeir jafnað leikinn í 14-14. ÍBV svaraði þessu hlaupi þó 18-16 þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. En á þessim tímapunkti fuku Selfyssingar útaf hægri vinstri. Áfram hélt Selfoss að berja sig inn í leikinn og halda í við ÍBV, staðan 20-19 og korter til leiksloka. Þá kom aftur leikkafli þar sem Selfyssingum gekk illa að halda sér inn á vellinum og nýtti ÍBV það ágætlega og náði 2 marka foyrstu 22-20 og 50 mínútur búnar. Selfoss liðið var þó langt frá því að vera hættir að spila og gáfust ekki upp. Þeir jöfnuðu í 23-23 og 5 mínútur til leiksloka. Hörður Másson kom svo Selfoss yfir 23-24 og spennan gífurleg í húsinu. Nemanja jafnaði þá 24-24 fyrir ÍBV, en drengurinn var óstöðvandi í þessum leik og skoraði 17 mörk. Matthías Örn kom Selfoss yfir 24-25 og 3 mínútur til leiksloka. Það dugði þó skammt því að ÍBV skoraði tvö seinustu mörk leiksins og klikkaði Selfoss á lokaskoti sínu til að reyna jafna leikinn. Því grátlegt tap gegn ÍBV staðreynd og hafa þeir náð 8 stiga forskoti á Selfoss.

Það er erfitt að finna réttu orðin eftir svona leik. Hugrekki, barátta og vilji. Dettur fyrst í hugan. Strákarnir hættu aldrei, þrátt fyrir hreint ótrúlegt mótlæti og erfiða stöðu. Þeir voru að spila annan leikinn á 4 dögum gegn ÍBV og klárt að liðin þekktu orðið ágætlega inn á hvort annað. Það er þó grátlegt að tapa leiknum niður svona í lokinn.Strákarnir hafa þó sýnt það í þessum 2 leikjum að þeir eiga fullt erindi í þessa toppbaráttu í 1.deildinni. Það sem vantaði upp á í dag, var betri markvarsla og að ná að stöðva Nemanja Malovic.

Þótt ótrúlegt sé er næsti leikur liðsins gegn ÍBV á þriðjudaginn 12. febrúar. Endilega fjölmennið á þennan leik og styðjið dyggilega við bakið á strákunum. Held að þeir eigi það vel skilið.

Tölfræði:

Hörður M 9/16, 2 stoðsendingar, 5 tapaðir boltar og 7 brotin fríköst

Matthías Örn5/12, 2 tapaðir boltar, 2 varin skot og 9 brotin fríköst

Einar S 4/6, 3 stoðsendingar,, 2 tapaðir boltar, 2 fráköst og 1 brotið fríkast

Einar Pétur 3/3, 2 stolnir boltar, 2 tapaðir boltar 

Gunnar Ingi 2/2 og 1 brotið fríkast

Sigurður Már 1/3 og 2 brotin fríköst

Hörður Gunnar 1/2 og 1 frákast

Ómar h 1 stoð, 4 varini skot, 2 fráköst og 2 brotin fríköst

Gústaf  L 1 tapaður bolti, 1 fiskað víti og 1 frákast

 

Markvarslan:

 

Sverrir 8/1 varin og 15 á sig(37.5%)

Helgi 6 varin og 11 á sig(35%)