Gissur Jónsson
Aðalstjórn UMF Selfoss auglýsti nýlega starf framkvæmdastjóra UMF Selfoss laust til umsóknar. 15 umsóknir bárust um starfið og hefur stjórnin samþykkt að ganga til samninga við Gissur Jónsson, Hrafnhólum 6, Selfossi.
Gissur er menntaður grunnskólakennari og starfar sem deildarstjóri í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Gissur hefur m.a. haft umsjón með getraunastarfi ungmennafélagsins undanfarin ár og unnið að ýmsum félagsmálum.
Hann mun hefja störf hjá félaginu um næstkomandi mánaðarmót, samhliða starfi sínu hjá Hvolsskóla þar til hann lýkur störfum þar við skólaslit.
Aðalstjórn fagnar góðum liðsauka og hlakkar til samstarfsins við Gissur.