Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með U-18 ára landsliðinu í gærkvöldi í leik á Sparkassen Cup í Þýskalandi þegar liðið mætti Finnum. Ómar Ingi skoraði hvorki fleiri né færri en 9 mörk í leiknum og var langmarkahæstur íslensku leikmannanna.
Ísland sigraði leikinn 25-17 en staðan í hálfleik var 12-11 Finnum í vil. Íslenska liðið lék mjög vel í upphafi síðari hálfleiks og skoraði finnska liðið ekki mark í 18 mínútur.
Önnur mörk Íslands gerðu Leonharð Harðarson 4, Arnar Freyr Arnarsson 3, Þorgeir Davíðsson og Egill Magnússon 2 mörk hvor. Þá skoruðu Henrik Bjarnason, Hlynur Bjarnason, Hjalti Már Hjaltason. Sigtryggur Daði Rúnarsson og Ragnar Kjartansson 1 mark hver. Í markinu stóð Einar Baldvin Baldvinsson og átti hann stórleik.
Í dag mætir liðið sem leikur undir stjórn Einars Guðmundssonar bæði Sviss og Þýskalandi.
Greint var frá þessu á Sport.is.