Motokross 2. umferð
Laugardaginn 29. júní hélt VÍFA 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. VÍFA menn voru örlítið heppnari með veðrið en við Selfyssingar. Rignt hafði myndalega í aðdraganda keppninnar en þurrkur deginum áður og um nóttina breytti öllu. Brautin var erfið yfirferðar, víða vel blaut og drullupyttir, þannig að hún tók vel á ökumönnum og hjólum. Brautin breyttist mikið eftir hverja umferð og því var keyrður skoðunarhringur fyrir báðar umferðir til öryggis fyrir keppendur. Keppnin tókst mjög vel og eiga Skagamenn skilið hrós fyrir glæsalega uppbyggingu á svæðinu. Selfoss átti átta 8 keppendur á mótinu.
Í 85cc sem var fjölmennasti flokkurinn átti Selfoss þriðjung keppenda. Arnar Ingi Júlíusson endaði í 4. sæti og Elmar Darri í 6. sæti yfir heildina en þar sem þeir eru á yngra ári voru þeir í fyrsta og öðru sæti í sínum flokki. Þorkell Hugi Sigurðarson endaði í 7. sæti, Sindri Steinn Axelsson í því 8. og Ólafur Atli Helgason í því síðasta en hann varð fyrir því óláni að bræða úr hjólinu í byrjun keppninnar.
Einey Ösp Gunnarsdóttir keppti í kvennaflokki og endaði í 4. sæti.
Þorsteinn Helgi Sigurðarson keppti í unglingaflokki og endaði í 3. sæti eftir hörkukeppni en hann ók seinna mótóið með hjólið fast í þriðja gír.
Ragnar Páll Ragnarsson tók þátt í mx-open en varð fyrir því óláni að detta illa og gat ekki klárað.
Keppt verður í motokrossi á Landsmótinu um helgina en næsta keppni í Íslandsmótinu fer fram á Akureyri þann 10. ágúst.