Aldursflokkamót HSK
Aldursflokkamót HSK í frjálsum íþróttum fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 10. janúar síðastliðinn. Lið frá ellefu félögum mættu til leiks og voru keppendur eitt hundrað talsins á mótinu. Nýja frjálsíþróttahöllin í Hafnarfirði iðaði því bókstaflega af lífi á meðan Sunnlendingar öttu kappi í hinum ýmsu keppnisgreinum frjálsra íþrótta.
Stigakeppni félaga fór þannig að Umf. Selfoss sigraði mótið með 344 stigum en í öðru sæti varð Umf. Hrunamanna með 175,5 stig. Sá árangur Hrunamanna er einstaklega athyglisverður þar sem það var fyrst árið 2013 sem Hrunamenn byrjuðu að senda aftur keppendur á héraðsmót eftir langt hlé. Frjálsíþróttastarf í Hrunamannahreppi er því greinilega að blómstra og vonandi að fleiri félög taki sig til og rífi upp starfið. Í þriðja sæti heildarstigakeppninnar varð svo Umf. Þór með 85,5 stig.
Þetta mót gefur góð fyrirheit fyrir Meistaramót Íslands 11-14 ára sem haldið verður 14. febrúar en þangað stefnum við í HSK á að senda öflugt lið.
Heildarstigakeppi félaga:
- Selfoss.......................................344 stig
- Umf. Hrunamanna..................175,5 stig
- Þór...........................................85,5 stig
- Laugdæla..................................79,5 stig
- Íþr.f. Dímon..............................78,5 stig
- Hekla...........................................57 stig
- Íþr.f. Garpur................................35 stig
- Gnúpverja....................................16 stig
- Biskupstungna................................9 stig
- Þjótandi (Vaka, Baldur, Samhygð)...8 stig
Unglingamót HSK fór fram samhliða Aldursflokkamóti HSK í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika 10. janúar. Níu lið sendu keppendur til leiks og voru 45 keppendur skráðir á mótið sem er lítilleg fjölgun frá síðasta ári.
Umf. Selfoss náði að endurheimta efsta sæti stigakeppninnar að nýju eftir að hafa misst titilinn til Umf. Þórs á síðasta ári. Selfoss fékk 256 stig að þessu sinni en í öðru sæti varð íþróttafélagið Garpur með 123 stig. Umf. Þór náði svo þriðja sætinu með 69 stig.
Skemmtilegt mót en gaman hefði verið að sjá fleiri þátttakendur í elstu aldursflokkunum.
Heildarstigakeppi félaga:
- Selfoss..........................................254 stig
- Íþr.f. Garpur.................................122 stig
- Þór.................................................69 stig
- Þjótandi (Vaka, Baldur, Samhygð)...33 stig
- Íþr.f. Dímon....................................31 stig
- Umf. Hrunamanna..........................29 stig
- Laugdæla........................................15 stig
- Biskupstungna..................................3 stig
Frétt af vef HSK
---
Myndir af vef Sunnlenska.is.