Pepsi-deildar logo3 2010 portrett blatt
Selfoss tók á móti Fylki í Pepsi-deildinni í gær og fór leikurinn fram á JÁVERK-vellinum.
Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum allan tímann voru það stelpurnar úr Árbænum sem fögnuðu 0-1 sigri. Það var fátt um færi í markalausum fyrri hálfleik en eftir að Fylkir skoraði í upphafi þess seinni sóttu Selfyssingar látlaust en var fyrirmunað að skora úr fjölmörgum tækifærum.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Selfoss hefur 17 stig í 4. sæti deildarinnar og aðeins náð í tvö stig í síðustu fjórum leikjum. Liðið mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á mánudag.