Knattspyrna - Alfreð Elías Jóhannsson
Ótrúlegur viðsnúningur varð í leik ÍBV og Selfoss í Pepsi Max deildinni í gær. Eftir að Selfyssingar leiddu í hálfleik 0-2 voru það heimakonur í ÍBV sem tryggðu sér 3-2 sigur í kaflaskiptum leik.
Tiffany McCarty kom Selfyssingum yfir á fyrstu mínútum leiksins með skalla eftir háa sendingu frá Clöru Sigurðardóttur. Tuttugu mínútum síðar skoraði Dagný Brynjarsdóttir úr vítaspyrnu.
ÍBV tók við sér í síðari hálfleik og minnkaði Olga Sevcova muninn eftir aðeins fimm mínútur. Eyjastúlkur jöfnuðu á 85. mínútu þegar Kristjana Kristjánsdóttir skoraði. Það var svo Miyah Watford sem gerði sigurmark ÍBV á lokamínútunum.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is
Selfyssingar eru sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig en ÍBV lyfti sér upp í sjötta sæti með 9 stig.
---
Selfyssingar þurfa að hysja upp um sig joggingbuxurnar fyrir næsta leik.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð