Selfoss merki
Ragnarsmótið, sem markar upphaf keppnistímabilsins í handbolta á Selfossi, verður haldið í 26. sinn og hefst á morgun miðvikudaginn 19. ágúst. Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss sem lést ungur að árum í bílslysi árið 1988.
Í fyrsta sinn verður keppt í kvennaflokki á mótinu og er það til marks um öflugt starf í kvennaboltanum á Selfossi. Í karlaflokki eru fjögur lið skráð til leiks en sex í kvennaflokki.
Strákarnir hefja leik miðvikudaginn 19. ágúst en auk Selfyssinga keppa Íslandsmeistarar Hauka, deildarmeistara Vals og Fram á mótinu. Úrslitaleikirnir fram 22. ágúst.
Stelpurnar spila dagana 2.-5.september. Íslandsmeistarar Gróttu, ÍBV, HK, FH og Fram taka þátt auk heimakvenna.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á pallana í íþróttahúsi Vallaskóla til að sjá hvernig liðin líta úr fyrir veturinn.