Selfoss_merki_nytt
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag er appelsínugul viðvörun í gildi á Suðurlandi frá kl. 15:00 í dag.
Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, Iðu íþróttahúsi FSu (Hleðsluhöllinni) og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl. 15:00 í dag þriðjudag.
Engin starfsemi verður í Hamarshöll í dag og verður hún lokuð almenningi.
Af þessum sökum falla allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild niður í dag. Nánari upplýsingar eru á fésbókarsíðum viðkomandi deilda og/eða æfingahópa eftir því sem við á.
Vonandi verður ekki svona slæmt veður hérna eins og spáin gefur til kynna en öryggisins vegna þá viljum við ekki setja pressu á börn eða foreldra að vera á ferli eftir 15:00 í dag á meðan versta veðrið gengur yfir. Vona að þið sýnið því skilning og við hjálpumst að við að koma skilaboðum áleiðis
Ungmennafélag Selfoss hvetur fólk til að fara að tilmælum Almannavarna og Veðurstofu Íslands og halda sig heima við þegar fárviðrið skellur á sunnanvert landið upp úr hádegi. Jafnframt minnum við foreldra og forráðamenn á að ákvörðun um hvort iðkendur mæti á æfingar þegar veðurspá er ótrygg er alltaf á ábyrgð foreldra.
Vonum að iðkendur og félagsmenn njóti dagsins í skjóli fyrir veðrinu.