Sannfærandi sigur á toppliðinu

Ingi Rafn Ingibergsson
Ingi Rafn Ingibergsson

Í fyrsta leiknum undir stjórn Gunnars Borgþórssonar í gær gerðu Selfyssingar sér lítið fyrir og lögðu topplið Þróttara, 2-0, í 11. umferð 1. deildar karla.

Ivanirson Silva Oliveira kom Selfossi yfir á 42. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu auk þess sem leikmaður Þróttar fékk að líta sitt annað spjald og þar með rautt fyrir brotið sem leiddi til þess að aukaspyrnan var dæmd.

Staðan var 1-0 í hálfleik en á 53. mínútu kom Ingi Rafn Ingibergsson heimamönnum í 2-0 með glæsilegu skallamarki eftir sendingu Denis Sytnik.

Á vef Sunnlenska.is er nánari umfjöllun um leikinn auk ítarlegs viðtals við Gunnar.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Þetta urðu lokatölur leiksins og fögnuðu Selfyssingar sínum fyrsta sigri frá 11. júní. Liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 12 stig. Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn BÍ/Bolungarvík á laugardag kl. 14.

---

Ingi Rafn sveif manna hæst á JÁVERK-vellinum.
Ljósmynd: Úr safni Umf. Selfoss