Selfoss-2 lék í Hafnarfirði

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfoss-2 mætti FH í Kaplakrika í gær. Selfyssingar voru fáliðaðir í leiknum og léku vel lengst af. Á lokakafla leiksins sigu heimamenn hins vegar framúr og sigruðu 37-29.

Selfoss spilaði frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik og gerði 19 mörk. Strákarnir réðu hins vegar ekki nægilega vel við heimamenn sem gerðu 20 mörk í hálfleiknum og voru því yfir í hálfleik. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik og staðan jöfn um það leyti 26-26. FH-ingar keyrðu hins vegar fyrir þreytta Selfyssinga í lokinn sem höfðu engan skiptimann í þessum leik. Lokakaflinn fór 11-3 fyrir heimamenn.

Sóknarleikurinn gekk vel lengst af í leiknum. Í varnarleiknum hefðu Selfyssingar hins vegar þurft að gera betur til að ná að sigra FH-inga.