Anna Garðarsdóttir
Selfoss tapaði 1-2 gegn Þór/KA á heimavelli í gær sunnudag. Gestirnir sóttu og skoruðu tvö mörk undan þéttum vindi í fyrri hálfleik. Fyrra markið kom úr mjög ódýrri vítaspyrnu og seinna markið var sjálfsmark okkar stúlkna. Þrátt fyrir mótvindinn áttu Selfyssingar sín færi og hefðu getað sett mark sitt á hálfleikinn. Í seinni hálfleik pressuðu heimamenn nokkuð og bar það árangur þegar Anna Garðarsdóttir skoraði fyrsta mark sitt fyrir Selfoss á 81. mínútu. Nokkrum mínútum síðar varði Michele Dalton, stórgóður markvörður Selfyssinga, vítaspyrnu frá Norðankonum. Það dugði þó ekki til og urðu okkar stelpur að játa sig sigraðar.
Lesa má nánari umfjöllun um leikinn á Sunnlenska.is.
Selfoss er komið niður í 6. sæti deildarinnar með 20 stig og mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabæ laugardaginn 7. september kl. 14:00.
Mynd: Guðmundur Karl