Selfoss mætir Malmö eða Spartak Moskva í EHF Cup

Selfoss Dragunas 2018
Selfoss Dragunas 2018

Selfoss mun mæta annaðhvort liði HK Malmö frá Svíþjóð eða HC Spartak Moskva frá Rússlandi í 2 .umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Þetta varð ljóst þegar dregið var í fyrstu tvær umferðirnar í keppninni í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki nú í morgun. Það er því ljóst að Selfoss mun hefja leik í Evrópukepninni á útivelli fyrstu helgina í október.  Viku síðar koma svo annað hvort Malmö eða Spartak Moskva í heimsókn í Hleðsluhöllina.

Malmö og Spartak munu mæstast 31. ágúst eða 1. september í Svíþjóð og svo viku síðar í Rússlandi.

Með sigri fer liðið áfram í 3. umferð keppninnar en þangað komst Selfoss einmitt í fyrra en tapaði þar fyrir sterku liði Azoty Pulawy frá Póllandi.  Sigurvegaranna úr 3. umferð bíður svo sæti í riðlakeppni EHF Cup.


Mynd: Lið Selfoss eftir sigur á litháenska liðinu Dragunas í EHF Cup í fyrra.