Selfoss_merki_nytt
Selfoss tók á móti Fjölni á þriðjudagskvöldið 26. febrúar í 1.deild karla. Selfoss liðið var ekki alveg mætt til leiks eins og þeir hafa gert að vana sínum. Þannig náði Fjölnir snemma forystunni 1-4. Selfoss tók þá aðeins til hjá sér og minkaði munin í 4-5 þegar 10 mínútur voru búnar. Loks tók Selfoss frumkvæðið í leiknum og náði 3 marka forystu 9-6 þegar korter var liðið af leiknum. Fjölnir gáfust þó ekki upp og unnu næstu 5 mínútur 1-3 og staðan því eftir 20 mínútur 10-9. Selfoss bætti þá aðeins í á síðustu mínútunum og fóru með 4 marka forystu inn í hálfleikinn 15-11. Langt frá því að vera fallegur fyrri hálfleikur og skelfileg nýting á dauðafærum.
Það var hinsvegar allt annað Selfoss lið í síðari hálfleiknum. Þeir komu út með mikla baráttu og spiluðu góða vörn. Þannig komst liðið í 19-13 eftir 35 mínútur. Liðið bætt svo ennþá meira í og fékk mörg auðveld mörk. Staðan því 23-13 þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Næstu 10 mínútur fara seint í bókina fyrir góðan handbolta. En sá kafli fór einungis 2-2 og því staðan eftir 50 mínútur 25-15. Selfoss liðið ákvað hinsvegar að gefa stuðningsmönnum sem mættu smá aukalega síðustu mínúturnar. Skelltu algjörlega í lás í vörninni og staðan 28-17 þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Greinilegt að Fjölnis liðið virkaði þreytt á lokamínútunum á meðan Selfoss drengir voru mjög frískir og höfðu gaman af. Síðasta markið var einkar glæsilegt sirkusmark hjá Einari Sverrissyni um leið og lokaflautan gall. Þannig öruggur 15 marka sigur staðreynd 33-18.
Það munaði mikið um góðan varnarleik og sóknarleik í síðari hálfleik. Sem dæmi þá skoraði Fjölnir 9 mörk á fyrstu 20 mínútunum og svo 9 mörk á síðustu 40 mínútum leiksins. Á sama tíma skoraði Selfoss 10 mörk á fyrstu 20 mínútunum og 23 á síðustu 40 mínútunum. Það er hinsvegar ávallt sama sagan með liðið að byrja fyrstu 10 mínútur leikjana mjög illa. Sterkari liðið munu refsa miklu meira fyrir svoleiðis kæruleysi.
Næsti leikur liðsins er á föstudaginn 1. mars klukkan 19:30 gegn Þrótti í Vallaskóla. Vonandi að sem flestir mæta á síðasta deildarleikin fyrir undanúrslitin í bikarnum. Endilega tryggja sér miða á bikarleikinn 8. mars klukkan 17:15
Áfram Selfoss!
Tölfræði:
Einar S 10/12, 5 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar, 3 varin skot, 2 fráköst og 2 brotin fríköst
Matthías Örn 6/9, 2 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, 2 fiskuð víti og 6 brotin fríköst
Hörður M 5/13, 2 stoðsendingar, 2 stolnir boltar og 13 brotin fríköst
Einar Pétur 4/7, 1 stolin bolti og 1 brotið fríkast
Ómar Vignir 2/2 og 6 brotin fríköst
Gunnar Ingi 2/4, 2 fráköst og 3 brotin fríköst
Andri Már 2/2 og 1 frákast
Sigurður Már 2/4, 1 frákast og 2 brotin fríköst
Hörður Gunnar 0/1, 2 tapaðir boltar og 1 brotið fríkast
Gústaf L 0/2, 1 stoðsending og 1 brotið fríkast
Magnús Már 1 frákast og 1 brotið fríkast
Örn Þ 0/1 og 1 stoðsending
Markvarsla:
Sverrir A 15 varin og fékk á sig 14(52%) og 1 stoðsending
Helgi H 5 varin og fékk á sig 4(55%)