Selfoss ofurliði borið

Michel Dalton gegn FH
Michel Dalton gegn FH

Selfoss þurfti að láta í minni pokann þegar Breiðablik mætti á Selfossvöll í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.

Michele Dalton átti stórleik í marki Selfyssinga og kom hvað eftir annað í veg fyrir að Blikar skoruðu fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu seinasta marki sínu við í upphafi síðari hálfleiks. Guðmunda Brynja átti hættulegustu færi Selfoss en hafði ekki erindi sem erfiði. Í uppbótartíma náði Valorie O'Brien að klóra í bakkann fyrir heimamenn og urðu lokatölur 1-3 sigur gestanna.

Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar með 20 stig og mætir ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 28. ágúst kl. 18:00.

Lesa má frábæra umfjöllun Gumma Kalla um leikinn og viðtal við Gunnar Borgþórsson þjálfara stelpnanna á vef Sunnlenska.is