Screen Shot 2017-11-23 at 10.59.59
Selfoss lagði Víðir Garði 4-1 í B-deild Fótbolta.net mótsins á Selfossi í kvöld. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram í gær en honum var frestað þá þar sem snjór var á gervigrasinu á Selfossi.
Selfoss endaði í 3. sæti í riðli tvö með fjögur stig og spilar því um 5. sætið í B-deildinni við Aftureldingu.
Selfoss 4 - 1 Víðir Garði
1-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson
2-0 Pachu Martinez
3-0 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4-0 Magnús Ingi Einarsson
4-1 Ari Steinn Guðmundsson
Brynjólfur Þór Eyþórsson leikmaður Selfyssinga skoraði sitt fyrsta mótsmark fyrir Selfoss í leiknum, en hann er fæddur árið 2001 og er ný genginn upp í 2.flokk félagsins
Óskum honum til hamingju með markið
Áfram Selfoss !
-mynd/ Brynjólfur Þór (t.h) ásamt Guðmundi Axel liðsfélaga sínum