Arnór Logi Hákonarson haust 2020
Strákarnir í Selfoss U tóku á móti Vængjum Júpíters í fimmtu umferð Grill 66 deild karla í Hleðsluhöllinni í kvöld. Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 29-21.
Vængirnir byrjuðu betur og var staðan 0-3 eftir fimm mínútna leik. Selfyssingar tóku þá við sér og var staðan orðin 5-5 eftir aðrar fimm mínútur. Selfyssingar höfðu frumkvæðið það sem eftir lifði af jöfnum fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 14-12. Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk, fyrstu tíu mínúturnar var áfram jafnræði með liðunum en Selfyssingar alltaf með frumkvæðið. Á þeim tímapunkti tók þetta unga og efnilega lið Selfyssinga völdin og náðu á örfáum mínútum 8 marka forystu. Þessi kafli lagði grunninn að öruggum sigri heimamanna, 29-21.
Mörk Selfoss: Arnór Logi Hákonarson 8, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Sæþór Atlason 2, Ísak Gústafsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 9 (39%) og Hermann Guðmundsson 1 (12%).
Góður sigur hjá strákunum sem gefur þeim 2 stig í baráttunni í Grillinu. Næsti leikur þeirra er gegn Kríu á Nesinu þriðjudaginn 26. janúar kl. 19:30. Næsti leikur Selfoss er hins vegar á sunnudaginn þegar stelpurnar okkar fara í Víkina. Þar munu þær mæta Víkingum kl. 13:30 í Grill 66 deildinni.
---
Mynd: Arnór Logi var atkvæðamestur í sókninni með 8 mörk.
Umf. Selfoss / ÁÞG