Selfyssingar á HM með U-21

handbolti-island-u21
handbolti-island-u21

Selfyssingar voru í aðalhlutverkum með íslenska U-21 landsliðinu sem tryggði sér um helgina þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Alsír í sumar. Liðið vann alla þrjá leiki sína í forkeppninni gegn, Litháen 32-25, Grikklandi 31-24 og Serbíu 34-32.

Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Teitur Örn Einarsson komust allir á blað og áttu stóran þátt í velgengni liðsins. Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var tilbúinn á hliðarlínunni en kom ekki við sögu en það gerði hins vegar Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari liðsins. Nánari umfjöllun um hlut Selfyssinga er á vef Sunnlenska.is.

Þrír sigrar á þremur dögum og ljóst að Ísland mun leika á lokakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Alsír í sumar.

---

Íslenska liðið stillti sér upp í myndatöku að loknu móti
Ljósmynd: HSÍ