Selfyssingar í Olís-deildina

selfoss_fagnar_ljosmynd_gudmundurkarl
selfoss_fagnar_ljosmynd_gudmundurkarl

Selfyssingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla með glæsilegum sigri á Fjölni í oddaleik liðanna sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi á miðvikudag. Lokatölur urðu 24-28 eftir að heimamenn höfðu leitt í hálfleik 13-11.

Leikurinn var keimlíkur fyrri leikjum liðanna í umspilinu, æsispennandi frá upphafi til enda. Fjölnismenn skrefinu á undan í fyrri hálfleik og fram í miðjan seinni hálfleik þegar staðan var jöfn 19-19. Selfyssingar náðu í kjölfarið góðum tökum á leiknum og kjöldrógu heimamenn á seinasta korterinu vel studdir af rúmlega 300 stuðningsmönnum Selfoss sem fóru hamförum á pöllunum og hjálpuðu liðinu yfir erfiða hjalla í leiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eyvindur Hrannar Gunnarsson var markahæstur með 7 mörk. Elvar Örn Jónsson skoraði 5, Atli Kristinsson, Sverrir Pálsson og Þórir Ólafsson 3, Andri Már Sveinsson, Guðjón Ágústsson og Teitur Örn Einarsson 2 og Hergeir Grímsson 1. Helgi Hlynsson varði 16 skot í marki Selfoss og sýndi oft á tíðum stórkostleg tilþrif. Birkir Fannar Bragason varði 2 skot.

Á vef Sunnlenska.is má einnig finna viðtöl við Helga Hlynsson markvörð, reynsluboltann Þóri Ólafsson og þjálfarann Stefán Árnason.

Gleðin og ánægjan í leikslok var ósvikin þar sem leikmenn og stuðningsmenn samfögnuðu á gólfinu eins og sjá má á þessu myndbandi frá FimmEinn.is. Ekki var stemmingin síðri þegar liðið kom yfir Ölfusárbrúnna eftir leik en tekið var á móti liðinu með flugeldasýningu, flautum og fjöldasöng sem er hér á öðru myndbandi frá FimmEinn.is.

Þá hægt að finna myndaveislu úr einvíginu á vef FimmEinn.is.

---

Fögnuður Selfyssinga var ósvikinn eftir að sæti í Olís-deildinni var í höfn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl

Myndir að ofan og niður:
Eyvindur Hrannar Gunnarsson var markahæstur í leiknum.
Reynsla Þóris Ólafssonar vóg þungt í síðari hálfleik.
Helgi Hlynsson átti frábæran leik og skemmti sér vel í marki Selfyssinga.
Stuðningsmenn Selfyssinga studdu strákana dyggilega í stúkunni.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/JÁE

Handknattleikur - Selfoss í Olísdeildina Eyvindur Handknattleikur - Selfoss í Olísdeildina Þórir Handknattleikur - Selfoss í Olísdeildina Helgi Handknattleikur - Selfoss í Olísdeildina Stuðningsmenn