Selfyssingar strönduðu í Grindavík

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfyssingar strönduðu á Grindavíkurvelli á fimmtudag í seinustu viku þegar þeir mættu heimamönnum í 1. deildinni.

Það var fátt um fína drætti í leik Selfyssinga sem voru 3-0 undir í hálfleik. Grindvíkingar bættu tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Undir lok leiksins fékk Ingi Rafn Ingibergsson beint rautt spjald og verður hann því í banni í næsta leik.

Nánari umfjöllun um leikinn er á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er enn sem fyrr í 10. sæti deildarinnar með 13 stig tveimur stigum frá fallsæti. Næsti leikur liðsins er gegn KA á JÁVERK-vellinum föstudaginn 14. ágúst og hefst hann kl. 18:30.

Hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar í þeirri baráttu sem framundan er í deildinni.