Um helgina fer Set-mótið í knattspyrnu fram á Selfossi. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið en það er fyrir drengi á yngra ári í 6. flokki karla. Á mótinu er rík áhersla löggð á að kenna drengjunum að spila boltanum manna á milli og leikgleðin að sjálfssögðu höfð í fyrirrúmi. Fyrirkomulagið á mótinu er þannig að það er spiluð deildarkeppni og að þessu sinni er spilaði í sex deildum.
Leikir hefjast kl. 9:00 á laugardag og lýkur keppni á laugardeginum kl. 16:30. Á sunnudag er byrjaði kl. 9:00 og lýkur keppni um hádegi með verðlaunaafhendingu og grillveislu.
Allar upplýsinar um mótið má finna á fésbókarsíðu mótsins Set-mótið á Selfossi.
---
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Helga Gunnarsdóttir