Vrilittos Cup
U-16 ára landslið Íslands lenti í öðru sæti á Vrilittos Cup í Aþenu um helgina eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Króötum. Þeir Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson og Reynir Freyr Sveinsson eru allir í lykilhlutverkum í liðinu og stóðu sig gríðarlega vel, Reynir Freyr skoraði 11 mörk, Ísak 9 og Tryggvi 6 mörk.
Einnig er Örn Þrastarson aðstoðarþjálfari liðsins og Mílan-drengurinn Ketill Heiðar Hauksson sjúkraþjálfari liðsins.
Við óskum strákunum að sjálfsögðu til hamingju með silfrið
Úrslit leikjanna
Ísland 26 - 28 Bosnía & Hersegóvína
Ísland 28 - 21 Rúmenía
Ísland 26 - 25 Króatía
Undanúrslit: Ísland 25 - 24 Ísrael
Úrslit: Ísland 20 - 21 Króatía