Daníel Jens og Ingibjörg Erla
Sunnudaginn 23. mars var haldið Íslandsmeistaramót TKÍ í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.
Taekwondodeild Selfoss telfdi fram 18 keppendum, 12 ára og eldri, sem stóðu sig hreint frábærlega í öllum flokkum.
Þar ber fyrst að nefna yfirþjálfara deildarinnar, Daníel Jens Pétursson, sem átti frábæra endurkomu eftir krossbandaslit fyrir ári síðan. Hann gerði sér lítið fyrir og vann sjö manna flokk svartbeltinga senior -80 kg með miklum yfirburðum. Hann vann tvo af sínum bardögum með 12 stiga reglu þ.e. þegar hann hafði náð 12 stiga forskoti á andstæðing sinn var bardaginn stöðvaður. Í síðasta bardaganum sigraði Daníel með 11 stiga mun í lok þriðju lotu. Daníel var jafnframt valinn karlkynskeppandi mótsins og hlaut bikar að launum fyrir það. Mál manna var að andstæðingar Daníels hefðu ekki átt neitt svar við tækni hans í þessum sterksta flokki mótsins.
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir vann einnig alla sína bardaga með töluverðum mun og bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í senior flokki kvenna svartbeltisflokki, vann sína bardaga 5-0 og 14-0. Ingibjörg var einnig valin kvenkynskeppandi mótsins.
Dagný María Pétursdóttir vann sinn flokk, junior kvenna -63 kg einnig með miklum yfirburðum. Fyrri bardagann vann hún 13-1 og þann seinni 14-1 í þessum firnasterka flokki.
Sigríður Eva Guðmundsdóttir vann til gullverðlauna í veteran B-flokki 30-39 ára kvenna.
Símon Bau Ellertsson hlaut einnig gull í flokki senior karla C-flokk -87 kg.
Allir keppendur sem eftir koma voru að keppa á sínu fyrsta Íslandsmóti og er árangur þeirra sannarlega glæsilegur í því tilliti.
Guðmundur Birgir Bender gullverðlaun í juniorflokki karla +78 kg C.
Ástþór Eydal Friðriksson gullverðlaun í juniorflokki karla -63 kg C.
Tania Sofia Jónasdóttir silfurverðlaun í senior konur -73 kg C.
Sölvi Snær Jökulsson silfurverðlaun í seniorflokki karla -68 kg C.
Ísak Jökulsson silfurverðlaun í seniorflokki karla -80 kg C.
Guðni Elvar Björnsson silfurverðlaun í juniorflokki karla -78 kg C.
Sigurður Gísli Christensen silfurverðlaun í cadettflokki karla -57 kg C.
Jóhannes Erlingsson bronsverðlaun í veteranflokki karla 30-39 ára +98 kg C.
Freyr Hreinsson bronsverðlaun í cadettflokki karla +65 kg C.
Stjórn Taekwondodeildar Umf. Selfoss þakkar öllum þátttakendum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að halda þetta glæsilega mót.
Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Taekwondosambands Íslands.
PMJ
---
Daníel Jens og Ingibjörg Erla voru bestu keppendur mótsins.
Hér fyrir er mynd af keppendum Selfoss og Einherja.