Skellur gegn Íslandsmeisturunum

Handbolti - Einar Sverrisson
Handbolti - Einar Sverrisson

Selfyssingar fengu skell þegar Íslandsmeistarar Vals komu í heimsókn í íþróttahús Vallaskóla í Olís-deildinni í gær. Lokatölur urðu 23-31 eftir að heimamenn höfðu leitt í hálfleik 15-14.

Vendipunktur leiksins varð um miðjan síðari hálfleik þegar Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 19-23. Selfyssingar náðu aldrei að brúa það bil og munurinn jókst enn frekar til leiksloka.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Teitur Örn Einarsson 4, Hergeir Grímsson 3 og Atli Ævar Ingólfsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson skoruðu allir 1 mark. Helgi Hlynsson varði 13 skot í marki Selfoss og Alexander Hrafnkelsson varði 2 skot.

Að loknum fjórum umferðum eru Selfyssingar eru í 7. sæti Olís-deildarinnar með 4 stig og sækja Aftureldingu heim í næstu umferð þriðjudaginn 10. október kl. 19:30.

---

Einar Sverrisson var markahæstur með 7 mörk.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE