Slæm byrjun varð stelpunum að falli í Grafarvogi

Elín Krista Sigurðardóttir
Elín Krista Sigurðardóttir

Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni/Fylki í Grafarvogi í Grill 66 deildinni í dag, 20-17.

Segja má að mjög slæm byrjun hafi verið banabiti Selfyssinga í þessum leik í Dalhúsum.  Eftir um fimmtán mínúntur voru gestgjafarnir komnir með 7 marka forystu, 9-2.  Selfyssingar gerðu smá áhlaup og minnkuðu muninn aðeins, en heimastúlkur náðu að forystunni fljótt aftur og staðan í hálfleik 13-5.  Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik.  Selfyssingar náðu að þétta vörnina, en fóru á köflum illa með boltan þegar sótt var hratt.  Þegar um tólf mínútur voru eftir komu Fjölnir/Fylkir muninum aftur í 8 mörk 20-12.  Það reyndist síðasta mark þeirra í leiknum, en munurinn reyndist Selfyssingum óyfirstíganlegur á endanum.  Lokatölur 20-17.  

Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2/2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.

Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12 (37%), Lena Ósk Jónsdóttir 1 (100%).

Næsti leikur er gegn Víkingum eftir viku í Hleðsluhöllinni!


Mynd: Elín Krista var markahæst í dag með fjögur mörk.
Sunnlenska.is / GK