Spennandi og skemmtilegt mót í mótokross

Elmar Darri Mótokross - Íslandsmót á Selfossi I
Elmar Darri Mótokross - Íslandsmót á Selfossi I

Fyrsta umferðin í Íslandsmeistaramótinu í mótokrossi fór fram um seinustu helgi. Keppnin var haldin í mótokrossbrautinni á Selfossi og voru aðstæður með besta móti þar sem veðrið lék við keppendur og áhorfendur.

Keppt var í mörgum flokkum og voru félagar úr mótokrossdeild Selfoss meðal þátttakenda í mörgum þeirra. Þar má nefna að Elmar Darra Vilhelmsson varp í 1. sæti í flokki unglinga, Gyða Dögg Heiðarsdóttir varp í 2. sæti í kvennaflokki, Heiðar Örn Sverrisson í 2. sæti í flokki 40 ára og eldri. Einnig kepptu Ásta Petrea Hannesdóttir, Sindri Axelsson og Árni Freyr Gunnarsson og stóðu þau sig mjög vel í sínum flokkum.

Minnum á að næsta mót verður haldið laugardaginn 25. júní í umsjón MótoMos í Mosfellsbæ og má finna dagskrá mótsins á heimasíðu MSÍ www.msisport.is.

böá

---

Elmar Darri #28 og Gyða Dögg #1 stóðu sig vel á heimavelli um helgina.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Magnús Ragnar

Gyða Dögg Mótokross - Íslandsmót á Selfossi II