Starf framkvæmdastjóra Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss laust til umsóknar

Íslandsmeistarar 19
Íslandsmeistarar 19

Starf framkvæmdastjóra Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss er laust til umsóknar. Um er að ræða hálft starf hjá einni öflugustu handknattleiksdeild landsins. Meginverkefni framkvæmdastjóra lúta að skipulagi, rekstri og umsjón með meistaraflokkum félagsins, fjáröflunum, kynningu og eflingu starfsins, auk samstarfs og samskipta við samstarfsaðila deildarinnar.

Mikilvægt er að framkvæmdastjóri hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi, góða samstarfshæfileika og hafi þekkingu, reynslu og brennandi áhuga á handknattleik. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 8. október n.k. en umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í tölvupósti á netfangið handbolti@umfs.is.

Nánari upplýsingar veitir formaður deildarinnar, Þórir Haraldsson, í síma 664 1890 eða í tölvupósti thorir64@gmail.com.

Stjórn Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss