UMFS
Stefnumótunarfundur sem hefur verið boðaður um gildi Umf. Selfoss og samstarf þjálfara deilda verður haldinn í Sunnulækjarskóla þriðjudagskvöldið 9. apríl og hefst kl. 18.00. Vinnunni er stýrt af Ingibjörgu Valgeirsdóttur framkvæmdarstjóra AssA, þekking og þjálfun.
Á fyrri hluti fundarins sem er öllum opinn sem áhuga hafa á að taka þátt, verður farið í að móta gildi fyrir ungmennafélagið og hefst sá hluti kl. 18.00.
Þegar þeim hluta lýkur verður tekið smá matarhlé og í framhaldi af því farið í stefnumótun um samstarf þjálfara deilda. Lögð er rík áhersla á að allir þjálfarar og stjórnir deilda fjölmenni á báða hluta fundarins.
Framkæmdarstjórn Umf. Selfoss