Bikarúrslit eftir leik
Stelpurnar hefja leik í Pepsi-deildinni, á morgun uppstigningardag, þegar þær mæta Fylki í Árbænum og hefst leikurinn kl. 14:00.
Liðið kemur vel undirbúið til leiks og hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu þar sem það komst m.a. í undanúrslit í A-deild Lengjubikarsins þar sem stelpurnar urðu að lúti í gras gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í vítaspyrnukeppni.
Liðið er nýkomið úr æfinga- og keppnisferð til Spánar þar sem liðið, sem er að mestu leyti byggt á sama kjarna sunnlenskra leikmanna og í fyrra, þjappaði sér saman og æfði undir stjórn fallegasta þjálfarateymis landsins.
Liðið hefur sett sér háleit markmið fyrir sumarið þar sem stefnt er á að bæta árangur síðasta keppnistímabils sem var þó það allra besta í sögu félagsins. Liðið hefur misst nokkra sterka leikmenn frá í fyrra en á móti eru komin nokkur ný andlit auk þess sem okkar ungu og efnilegu stelpur úr 2. flokki eru ári eldri og reyndari.
Í Dagskránni var Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari liðsins í viðtali þar sem hann fór yfir breytingar á leikmannahópi og markmið sumarsins.
Á árlegum kynningarfundi Pepsi-deildar kvenna var Selfoss spáð þriðja sæti deildarinnar á eftir Breiðablik og Stjörnunni.
Það er spennandi sumar framundan hjá liði Selfoss í Pepsi-deildinni og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar í baráttunni í hverjum einasta leik í sumar og eins og áður segir byrjum við fimmtudaginn 14. maí kl. 14:00 í Árbænum.
Fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar er svo þriðjudaginn 19. maí kl. 18:00 þegar Eyjakonur koma í heimsókn.
---
Stelpurnar treysta á þinn stuðning í sumar.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl