Kristrún Selfoss-ÍBV
Selfoss tapaði í dag gegn ÍBV 25:32, en staðan í leikhlé var 11:19.
Selfyssingar byrjuðu mjög vel og voru yfir eftir 15. mínútna leik. Þá kom góður kafli eyjastúlkna og náðu þær að komast 8 mörkum yfir fyrir loka fyrri hálfleiks, 11:19. Selfoss átti síðan góða spretti inn á milli í seinni hálfleik en það dugði ekki til og ÍBV vann 7 marka sigur, 25:32.
Mörk Selfoss: Kristrún Steinþórsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 5, Katla María Magnúsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Elva Rún Óskarsdóttir 1, Agness Sigurðardóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Þuríður Guðjónsdóttir 1
Markvarsla Selfoss: Viviann Petersen 5
Mörk ÍBV: Karólína Bæhrenz 9, Ester Óskarsdóttir 7, Sandra Erlingsdóttir 4, Greta Kavaliauskaite 4, Kristrún Hlynsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Asun Batista 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1
Lesa má nánar um leikinn á Mbl.is og á Fríkastið.is
Næsti leikur hjá stelpunum er heimaleikur gegn Fram, þriðjudaginn 10.október kl 19:30.
Næsti leikur hjá strákunum er mánudaginn næstkomandi gegn Fram í Safamýrinni kl 19:30
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1000709743415012.1073741912.570817016404289&type=1&l=14c1cd6517
Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk
Ljósmynd: UMFS/ Jóhannes Á. Eiríksson