Magdalena Anna Reimus
Selfoss vann stórsigur á ÍA í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur 1-5 í frábærum leik stelpnanna okkar.
Selfoss byrjaði með ótrúlegum látum upp á Skaga og var staðan orðin 4-0 eftir 21 mínútu. Magdalena Anna Reimus skoraði glæsilegt mark á 13. mínútu. Eva Lind Elíasdóttir bætti við marki mínútu síðar og krækti í vítaspyrnu á 20 mínútum sem Magdalena Anna skoraði úr. Það var Anna María Friðgeirsdóttir sem kórónaði áhlaup Selfyssinga á 21. mínútu.
Skagastúlkur náðu að klóra í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Barbára Sól Gísladóttir kom muninum aftur í fjögur mörk á 74. mínútu, lokatölur 5-1.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Að loknum sex umferðum er Selfoss komið upp í 4. sæti deildarinnar með 10 stig og fær Keflavík í heimsókn fimmtudaginn 22. júlí kl. 19:15.
---
Magdalena er markahæst í 1. deildinni.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Tomasz Kolodziejski