Aron Darri
Selfoss tapaði illa gegn Fjölni þegar liðin mættust í Lengjudeildinni á laugardag.
Frammistaðan í fyrri hálfleik var afar góð en 1-1 var eftir fyrri fjörtíu og fimm. Adam Örn jafnaði metin fyrir Selfoss rétt fyrir hálfleik þegar hann skallaði sendingu Jóns Vignis í net heimamanna.
Selfyssingar áttu fá svör gegn spræku Fjölnisliði í síðari hálfleik sem bætti við þremur mörkum. Selfyssingar slegnir út af laginu og komust ekki á blað í síðari hálfleik.
Lokatölur, 4-1.
Næst síðasti heimaleikur liðsins fer fram á laugardag þegar Grindavík kemur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 14:00.