Strákarnir hársbreidd frá sigri

knattspyrna-svavar-berg
knattspyrna-svavar-berg

Selfoss og Haukar sættust á skiptan hlut þegar liðin mættust í Inkasso-deildinni á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Svavar Berg Jóhannsson sem kom Selfyssingum yfir á 60. mínútu. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í leiknum til leiksloka og því var það nokkuð gegn gangi leiksins að Elton Fufura Barros, fyrrum leikmaður Selfoss, jafnaði metin í uppbótartíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Fyrir lokaumferðina er Selfoss í 8. sæti deildarinnar með 25 stig og lýkur leik í sumar með því að taka á móti Huginn frá Seyðisfirði á laugardag kl. 13:00.

---

Svavar Berg skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð