Strákarnir þurfa stuðning Selfyssinga á morgun

Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn
Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn

Selfyssingar þurfa svo sannarlega á stuðningi að halda þegar þeir mæta Aftureldingu í öðrum leik liðanna í úrslitakeppi Olís-deildarinnar í Vallaskóla á morgun klukkan 19:30.

Í fyrsta leik liðinna í gær töpuðu Selfyssingar með 14 marka mun 31-17 þrátt fyrir að hafa verið yfir í hálfleik 8-9 og betra liðið í leiknum. Það var allt annað lið heimamanna sem mætti á völlinn í seinni hálfleik og hreinlega keyrði yfir okkar pilta og leiða einvígið 1-0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit Íslandsmótsins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Elvar Örn var markahæstur með 7 mörk, Teitur Örn og Einar skoruðu 4 og Guðni og Haukur hvor sitt markið. Einar Ólafur 9 skot í leiknum.

Eins og áður segir eru næsti leikur liðanna á Selfossi á morgun og þar dugir ekkert annað en sigur Selfyssinga til að komast í oddaleik á laugardag.

---

Elvar Örn var markahæstur Selfyssinga
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE