Selfoss_merki_nytt
Strákarnir okkar fóru norður yfir heiðar í gær og kepptu við Þórsara á Akureyri í 1. deildinni.
Leikurinn var í járnum allan tímann, Þórsarar ívið sterkari og áttu hættulegri færi en okkar menn voru vel skipulagðir.
Selfyssingar skoruðu fyrsta markið á 37. mínútu þegar Ragnar Þór Gunnarsson stangaði boltann í netið eftir góða hornspyrnu og staðan 0-1 í hálfleik.
Þórsarar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og jöfnuðu á 50 mínútu. Þórsarar voru áfram meira með boltann og sköpuðu betri færi sem skilaði sigurmarki á 76. mín. Síðustu 15 mínúturnar gerðist lítið hjá okkar mönnum og 2-1 tap staðreynd á Akureyri.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Liðið hefur því tekið 1 stig af síðustu 12 mögulegum í deildinni og sitja í 10. sæti deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Næsti leikur er gegn toppliði Þróttar mánudaginn 13. júlí á JÁVERK-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.