61867208_1236839006473166_562024241940135936_n
Kvennalið Selfoss tapaði 0-1 gegn Þór/KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. Stephany Mayor skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu.
Fyrri hálfleikur var opinn og skemmtilegur en Þór/KA komst yfir á 11. mínútu. Tveimur mínútum síðar fékk Grace dauðafæri en Bryndís Lára varði frábærlega í marki Þórs/KA. Það var besta færi Selfoss í fyrri hálfleik en annars átti liðið nokkrar mjög fínar sóknir sem vantaði að binda endahnútinn á.
Staðan var 1-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var mun rólegri. Barbára Sól komst í mjög fínt færi á 58. mínútu en skaut rétt framhjá og tveimur mínútum síðar bjargaði Cassie Boren á marklínu fyrir Selfoss. Magdalena átti svo góðan skalla skömmu síðar en aftur varði Bryndís Lára.
Síðasta hálftímann skelltu liðin í lás og leikurinn var mjög lokaður og einkenndist af stöðubaráttu á miðjunni þar sem fátt var um færi. Selfoss gerði sanngjarna kröfu um vítaspyrnu á lokakaflanum þegar brotið var á Karitas innan teigs en dómari leiksins valdi að dæma Fríðu brotlega í aðdraganda atviksins.
Nú tekur við hlé í deildinni og næsti leikur er ekki fyrr en 24. júní gegn Fylki á útivelli.