Tap gegn toppliðinu

handbolti-perla-ruth-albertsdottir
handbolti-perla-ruth-albertsdottir

Selfyssingar lágu fyrir toppliði Fram í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar á laugardag en liðin mættust í Safamýrinni í Reykjavík.

Fram vann níu marka sigur 32-23 eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-10.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er ennþá í níunda sæti með tíu stig, og getur hvorki færst upp né niður töfluna, og tekur þátt í umspili um sæti í Olís deildinni á næsta keppnistímabili.

Dijana og Perla Ruth voru markahæstar Selfyssinga með 4 mörk, Hulda Dís og Kristrún skoruðu 3 mörk, Arna Kristín, Adina og Ída Bjarklind skoruðu 2 mörk og þær Margrét, Ásta Margrét og Carmen skoruðu 1 mark hver.

Selfoss tekur á móti botnliði Fylkis í lokaumferð deildarinnar á laugardag kl. 13:30 en umspilið hefst ekki fyrr en eftir páska.

---

Perla Ruth var markahæst Selfyssinga.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson