Tap gegn Val í hörkuleik

ISL_2019-05-17-3414
ISL_2019-05-17-3414

Selfoss mætti Val í síðasta leik fyrir jól í Hleðsluhöllinni. Valur hafði tveggja marka sigur, 31-33, eftir stórskemmtilegan leik.

Valsarar byrjuðu betur og leiddu fyrstu fimm mínútur leiksins.  Selfyssingar náðu að fínstilla sinn leik og náðu að jafna leikinn í 4-4.  Atli Ævar fékk snemma rautt spjald fyrir vægt brot.  Þetta þjappaði Selfyssingum saman og Guðni Ingvars fyllti skarð Atla með sóma.  Selfoss komst yfir í 8-6 og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-11.  Þeir héldu tveggja til fjögurra marka forystu út fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 18-16, heimamönnum í vil.

Leikurinn hélst í góðu jafvægi áfram og leiddu heimamenn með tveimur til þremur mörkum þar til að Valsmenn náðu að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, 26-26.  Leikurinn var jafn og spennandi þennan lokakafla og var jafnt á svo til öllum tölum.  Á lokamínútunni fengu Selfyssingar ágætt færi á að jafna metin en höfðu hepnina ekki með sér í liði og fór skotið rétt fram hjá, Valsmenn brunuðu upp og innsigluðu sigurinn endandlega, 31-33.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/5, Haukur Þrastarson 9, Guðni Ingvarsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (25%) og Sölvi Ólafsson 2 (14%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is, Mbl.is og Sunnlenska.is.

Nú er handboltinn kominn í jóla-, nýárs- og landsliðspásu fram í lok janúar.  Næsti leikur strákanna er gegn HK í Kórnum 30. janúar n.k.  Stelpurnar hefja leik í Grill 66 deildinni 12. janúar gegn Val U á Hlíðarenda.


Hergeir var öflugur í kvöld með 10 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE