Andri Dagur okt 2020
Selfoss U hóf handboltavertíðina að nýju sem hefur legið í dvala í nokkra mánuði. Strákarnir töpuðu stórt gegn Víkingum í Víkinni, 28-19.
Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu þar góðu forskoti sem þeir héldu út leikinn. Staðan í hálfleik var 17-9. Selfyssingum gekk mun betur í vörninni í seinni hálfleik en bilið varð ekki brúað og niðurstaðan níu marka tap, 28-19. Liðið er því í 6. sæti Grill 66 deildarinnar eftir fjórar umferðir.
Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Arnór Logi Hákonarson 1, Sæþór Atlason 1, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Ísak Gústafsson 1, Daníel Karl Gunnarsson 1.
Nú er handboltavertíðin farin í gang og nóg að leikjum framundan. Því miður eru áhorfendur ekki leyfðir á leiki í bili en um að gera að fylgjast með Selfoss handbolta á Facebook til að fá nýjustu upplýsingar um leiki o.fl.