Hanna
Selfossstelpur mættu í dag ofjörlum sínum þegar þær tóku á móti liði ÍBV. Leikurinn fór þó vel af stað og leiddu Selfyssingar að loknum 15 mínútum 7-6. En þá fór að síga á ógæfuhliðina og leiddu Eyjapæjur 12-18 í hálfleik. Ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður enda allir leikmenn ÍBV að spila vel.
Eitthvað náðu Selfyssingar að klóra í bakkann í seinni hálfleik en þó aldrei nóg til að eiga möguleika á að ógna liði ÍBV að einhverju leiti.
Selfossstelpur sýndust á köflum ráðlausar í leik sínum og oft virtist sem engin svör væri að finna hjá þjálfarateyminu við vel útfærðum aðgerðum Eyjastúlkna.
Eigi að síður margt jákvætt í leiknum sem hægt er að byggja á. Hanna sem var frekar sein í gang negldi inn 11 mörkum í leiknum og barðist um hvern bolta, Carmen var með 7 mörk og Adina 4. Gaman síðan að sjá Kristrúnu og Hildi vera aftur komnar í liðið eftir löng meiðslahlé. Markmenn liðsins áttu einnig ágætis kafla og voru með samtals 36% markvörslu.
Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni næsta laugardag.
Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 11
Carmen 7
Adina 4
Kristrún 3
Hildur Öder 2
Kara Rún 2
Perla Ruth 1
Markvarsla:
Áslaug Ýr varði 6 bolta (19%)
Katrín Ósk varði 10 bolta (53%)
MM