TM-mótið 2015 2
Tuttugu stykki af 5. flokks pæjum lögðu af stað til Eyja miðvikudaginn 10. júní. Á Pæjumótið skyldu þær fara með bros á vör í sínum skærgulu Selfoss peysum. Þær stóðu ekki bara upp úr í klæðaburði heldur einnig í fótbolta.
Selfoss 1 gerði sér lítið fyrir og kom sér upp í efsta riðil eftir fyrstu tvo dagana. Þar kepptu þær ásamt fleiri af þeim bestu á landinu og börðust eins og sannir Selfyssingar. Eftir mikil erfiði, réttara sagt blóð, svita og aðeins meira af tárum hafnaði liðið í 8. sæti í keppni um Pæjumótsbikarinn sem er besti árangur Selfoss á Pæjumótinu hingað til.
Selfoss 2 stóð sig ekkert síður og byrjuðu mótið með stæl. Þaðan af voru þær frekar óheppnar og töpuðu nokkrum leikjum þar sem mikið var um sláar- og stangarskot. Þær komu sér þó í baráttu um sæti í sínum riðli og enduðu í 5. sæti í keppni um Stígandabikarnum.
Stelpurnar stóðu sig allar með prýði og geta verið stoltar af sinni framistöðu. Þeim gekk frábærlega að byggja upp stolt Selfoss.
---
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Hjördís Auðunsdóttir