Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson mun halda út í atvinnumennskuna næsta haust en hann hefur samið við sænska félagið IFK Kristianstad frá og með næsta tímabili. Teitur fór út til Svíþjóðar á milli jóla og nýárs til að kanna aðstæður og skrifaði undir samning í gær.
Teitur hefur staðið sig gríðarlega vel með liðinu og er markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar með 107 mörk.
Hjá Kristianstad hittir hann fyrir landsliðsmennina Arnar Frey Arnarsson, Gunnar Stein Jónsson og Ólaf Andrés Guðmundsson.