Þjálfarateymi Íslandsmeistaranna frágengið

DSC02269
DSC02269

Í síðustu viku var Grímur Hergeirsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla.  Nú hefur verið gengið frá öðrum stöðum í þjálfarateyminu.  Þórir Ólafsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 

Örn Þrastarson kemur inn í teymið og verður hægri hönd Gríms.  Örn er jafnframt þjálfari mfl. kvenna og yfirþjálfari Handboltaakademíu Selfoss.  Rúnar Hjálmarsson verður áfram styrktarþjálfari deildarinnar og aðstoðarþjálfari mfl. kvenna.  Jón Birgir Guðmundsson verður áfram sjúkraþjálfari mfl. karla. Jósef Geir Guðmundsson verður liðstjóri hjá strákunum, en hann var liðstjóri hjá stelpunum síðasta vetur og var í vor sæmdur nafnbótinni félagi ársins.

Þá höfum við fengið markmannsþjálfara í lið með okkur, Selfyssinginn Gísla Rúnar Guðmundsson.  Hann hefur m.a. starfað hjá Fjölni, Haukum og HSÍ við markmannsþjálfun en hann hóf þjálfaraferilinn þegar hann stýrði mfl. karla á Selfossi tímabilið 2002/03 þá aðeins 24 ára.  Á leikmannaferli sínum lék hann m.a. með Selfossi, Gróttu/KR, ÍR, Haukum, ÍBV og Ajax í Danmörku.

Allt góðir menn sem við óskum góðs gengis við störf þeirra og bjóðum Gísla sérstaklega velkominn heim.


Mynd: Jósef Geir, Jón Birgir, Grímur, Rúnar og Örn.  Á myndina vantar Gísla Rúnar.
Umf. Selfoss / ÁÞG