Þór og Egill æfa í Tékklandi

Egill og Þór í DK
Egill og Þór í DK

Um seinustu helgi fór þeir Þór Davíðsson og Egill Blöndal til æfinga í Tékklandi ásamt þeim Breka Bernharðssyni og Karli Stefánssyni frá Draupni og Loga Haraldssyni frá JR.

Þeir munu feta í fótspor Þormóðs Jónssonar sem margoft hefur verið í Prag við æfingar en næstu tvo til fjóra mánuði munu þeir æfa í Folimanka höllinni sem er æfingastaður sterkasta júdóklúbbs Tékklands og sækja mót frá Prag.

Það er góðvinur júdóhreyfingarinnar á Íslandi, Michal Vachum varaforseti EJU og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands sem hefur ásamt Petr Lacina landsliðsþjálfara Tékka hjálpað til við að koma þessu í kring og munu þeir verða hópnum innan handar á meðan á dvöl þeirra í Tékklandi stendur.

Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Þór og Egil og óskum við þeim alls hins besta við æfingar og keppni næstu mánuði.

Sjá nánar í frétt á vef JSÍ.

---

Á myndinni eru Egill og Þór þegar þeir voru við æfingar í Danmörku sl. sumar.