Mótokross - Unglingaflokkur Ármann, Ólafur og Sigurður
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akranesi þann 29. júní. Eftir langt þurrkatímabil rigndi þrjá daga fyrir keppni og varð því mikil drulla í brautinni og hún mjög erfið yfirferðar.
Selfoss átti fjölmarga keppendur í mótinu og komust flestir þeirra á pall. Þess má geta að í unglingaflokki <17 vann Selfoss þrefaldan sigur. Ólafur Magni Jónsson varð í fyrsta sæti, Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson í öðru sæti og Ármann Baldur Bragason í þriðja sæti.
Bergrós Björnsdóttir sigraði í 85 cc yngri og jafnframt í kvennaflokki. Alexander Adam varð í öðru sæti og Eric Máni Guðmundsson í þriðja sæti í 85 cc eldri. Þá varð Bjarki Breiðfjörð Björnsson í þriðja sæti í unglingaflokki.
Við hrikalega stolt af árangri allra þeirra sem tóku þátt. Önnur umferð Íslandsmótsins fer fram á Akureyri 13. júlí.
rb/gj
---
Mynd með frétt: Þrefaldur sigur í unglingaflokki <17 f.v. Ármann Baldur, Ólafur Magni og Sigurður Ásberg.
85 cc yngri Bergrós á efsta þrepi.
85 cc Eric Máni t.v. og Alexander Adam t.h.
Unglingaflokkur Bjarki lengst t.v.
Ljósmyndir frá foreldrum Umf. Selfoss